September 2021

Ofnbakaður kjúklingur með gljáa og steiktum sætum kartöflum með ananas

Ofnbakaður kjúklingur með gljáa og steiktum sætum kartöflum með ananas

Mig langaði að prófa kjúkling með gljáa í kvöld, ekki ósvipað og sett er yfir jólaöndina. Þar sem ég var í tilraunaskapi í kvöld þá var meðlætið aðeins öðruvísi en venjulega. Steiktar sætar kartöflur með steiktum ferskum ananas og chilli ásamt tómat kúskúsi. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt pg öðruvísi. Hráefni:Heill kjúklingurOlíaHvítur …

Ofnbakaður kjúklingur með gljáa og steiktum sætum kartöflum með ananas Read More »

Sumarsalat með perum og gráðosti

Sumarsalat með steiktum perum og gráðosti

Innihald:SpínatKlettasalatsblanda2 tómatar1 avocado1 peraKlípa af gráðosti.Klípa af smjöri og smá saltRistað möndlukurl Aðferð:Skolið og þerrið salatið, setjið í skál eða á stórt fat. Skerið tómatana og avocado smátt niður og dreifið yfir salatið. Afhýðið peruna, skerið hana endilanga í mjóa bita, hitið smjörið á pönnu og setjið smá sjávarsalt út á pönnuna. Steikið perurnar, best …

Sumarsalat með steiktum perum og gráðosti Read More »

Hægeldaður kjúklingur

Hægeldaður kjúklingur með rósmarin og sítrónum.

Hægeldaður kjúklingur með rósmarin og sítrónum. Mér finnst hægeldaður matur ofsalega góður og það er líka eitthvað svo notalegt að elda mat með þessari aðferð. Eftir góða útiveru með Emil Nóa í dag við að skoða náttúruna og hraunið í sínum fallegum litum, ákvað ég að hægelda matinn í kvöld. Kjúklingur varð fyrir valinu. Mér …

Hægeldaður kjúklingur með rósmarin og sítrónum. Read More »

Humarsúpa

Humarsúpa

Humarsúpa Þessi humarsúpa er alveg meiriháttar góð. Mér finnst galdurinn að góðu humarsoði liggja í því að steikja skelina vel þegar soðið er búið til. Ég nánast brenni skelina smá. Einnig finnst mér skipta miklu máli að bragðbæta með koníaki eða brandy. En það er auðvitað smekksatriði. Ég set einnig alltaf sveppi út í súpuna …

Humarsúpa Read More »

Hrökkbrauð

Hrökkbrauð

Hrökkbrauð-himneskt á bragðið Hrökkbrauð Þetta er eitt besta hrökkbrauð sem ég og mín fjölskylda hefur bragðað á. Ég verð alltaf jafn vinsæl hjá bóndanum þegar ég baka þetta, hvort sem það er á sunnudagsmorgnum eða virka daga. Brauðið er mjög gott smurt eða eitt og sér til að narta í. Það er hægt að nota …

Hrökkbrauð Read More »

Gúllassúpa

Gúllassúpa

Gúllassúpa fyrir 4-6 500 g nautakjöt400 g kartöflur200 g gulrætur100 g laukur200 g sveppir200 g rauð paprika4 stk hvítlauksrif1 tsk kúmen2 tsk paprikuduft800 g niðursoðnir tómatar / saxaðirKjötkraftur Krydda kjötið með salti og pipar, steikja (brúna) það á pönnu og setja síðan í pott með sjóðandi vatni, sem búið er að setja kjötkraft út í.  …

Gúllassúpa Read More »

Núðlur með kjúklingi og brokkolí

Núðlur með kjúkling og soðnu brokkolí

Núðlur með kjúkling og soðnu brokkolí Þessi réttur varð  til við tiltekt í ísskápnum hjá mér. Ég átti brokkolí haus og sítrónu í ísskápnum og kjúklingalundir í frystinum. Núðlurnar voru einnig til á heimilinu. Mér finnst alltaf gaman að tína eitthvað saman úr skápunum og prófa mig áfram. Þessi réttur er einfaldur og ekki skemmir …

Núðlur með kjúkling og soðnu brokkolí Read More »

Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa

Frönsk lauksúpa Hitunartími 1 klst. Fyrir 6 manns. 50 gr. smjör75 g. laukur þunnt sneiddur2 hvítlauksrif fínsöxuð45 g. hveiti2 lítra nauta- eða kjúklingasoð250 ml. hvítvín1 lárviðarlauf2 greinar timjna12 sneiðar dagsgamalt baquette (hvítt snittubrauð)100 g. fínrifinn parmesan ostur Bræðið smjör í þykkbotna potti og setjið laukinn saman við. Steikið við lágan hita í 25 mín. eða …

Frönsk lauksúpa Read More »