heimilismatur.is

Söxuð kjötstappa.

400 g. soðið kjöt
4-5 dl kjötsoð
40 g. kjötflot ( smjör )
40 g. hveiti
1 stk lítill laukur
Sósulitur eftir þörfum
salt og pipar
Brúnaðar kartöflur eða kartöflustappa.

Það má nota nýtt kjöt, saltkjöt eða hvaða kjötleifar sem er í þennan rétt, hvort heldur er brúnað eða soðið.

Kjötið er brytjað eða saxað í söxunarvél, laukurinn er flysjaður og saxaður með, seinast eru soðnar kartöflur saxaðar í vélinni.

Kjötflotið ( smjörið ) er brætt í potti, hveiti hrært saman við með þeytara, þynnt út með kjötsoðinu, sem er heitt og soðið í 10 mínútur. Þá er kjötið sett út í og allt hrært saman.

Sett á steikarfat og brúnuðum kartöflum raðað utan um. Í stað brúnaðra kartaflna má nota kartöflustöppu eða soðnar kartöflur en þá eru þær settar út í kjötstöppuna.

Gott er að hafa alls konar grænmeti með þessu og einnig sundurskorið harðsoðið egg.

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *