Belgískar vöfflur
Mér finnast vöfflur mjög góðar og ennþá betri finnast mér Belgísku vöfflurnar, það er eitthvað svo sparilegt við þær finnst mér. Þær eru stærri, stökkari og fín tilbreyting frá hinum hefðbundnu vöfflum. Við keyptum okkur fínt Belgískt vöfflujárn í Byggt og Búið. Mig langaði að prófa aðeins öðruvísi vöfflur og setti ég því, skinku, mozarella og að sjálfsögðu ferskan parmesan í þessa uppskrift. Ég hef áður sagt að mér finnist ferskur parmesan breyta mat til hins betra og stend ég enn fast við þau orð 🙂
Hráefni
180 g hveiti
2 msk lyftiduft
3 msk rifinn mozarella ostur
3 msk rifinn ferskur parmesan
150 g skinka, skorinn í litla bita
2 eggjahvítur, stífþeyttar
2 eggjarauður
250 ml mjólk
Salt, pipar og oregano, eða annað krydd eftir smekk.
Stífþeytið eggjahvíturnar, blandið hveitinu, lyftiduftinu, ostinum og kryddum saman í skál, setjið eggjarauðurnar saman við og hrærið mjólkinni við. Þetta hræri ég með pískara í skál og set síðan varlega út í eggjahvíturnar. Hrærið þetta allt varlega saman. Það á að stíf, stíf þeyta þær vel saman áður en hin hráefnin fara saman við.
Hitið vöfflujárnið, smyrjið yfir með olíu og bakið svo vöfflurnar.
Hægt er að nota hvaða meðlæti sem er með, smjö og ost, sýróp eða hvað sem þér dettur í hug. Ég var þetta í kvöldmat um daginn og var með þessu hleypt egg og ofnbakað grænmeti ásamt léttri jógúrtsósu.
Verði ykkur að góðu
Heimild: www.heimilismatur.com