Döðlubrauð
Það er svo notalegat að baka eitthvað á sunnudagsmorgnum. Í morgun bakaði ég döðlubrauð ásamt kryddbrauðinu góða.
Næst þegar ég baka þessa uppskrift þá ætla ég að prófa á færa hana yfir í hollari búning.
Hráefni
100 g döðlur
2 dl vatn
40 g smjör
200 g hveiti
160 g púðusykur
1 tsk. lyftiduft
1 stk. egg
Vatn með smjöri útí hitað að suðu, sett í hrærivélaskál ásamt döðlum og látið vinna vel saman. Egg sett út í ásamt hveiti, púðusykri og lyftidufti. Vinnið vel en rólega saman. Bakist við 180 gr. í 35-40 mín.
Heimild: www.heimilismatur.com
Verði ykkur að góðu