Jólakaka

Jólakakan hennar Hönnu

Hönnukaka.

Nefni þessa köku eftir Jóhönnu tengamóður minni en hún bakað þessa köku mjög oft og oft brosti hún þegar kakan var kláruð og spurt hvort ekki væri til önnur en yfirleitt átti hún nokkar til, þekkti víst hvað okkur fannst hún góð. Sneið af þessari köku með kaldri mjólk er góð blanda. Í uppskriftinni er hálfur bolli af rúsínum en ég hef nú grun um að tengdó hafi lætt aðeins meira af rúsínum út í skálina.

Jólakaka

Uppskrift:

250 g smjörlíki
4 bollar hveiti
2 bollar sykur
4 tsk lyftiduft
3 egg
1/2 bolli rúsínur
1-1/2 bolli mjólk
2 tsk vanilludropar

Byrja á því að hræra smjörlíki og sykur saman. Þegar það hefur blandast vel, þá á að sáldra hveitinu saman við, rólega til að hveitið fari ekki út um allt. Bæta síðan lyftidufti, eggjum, ( einu í einu ) og að síðustu rúsínum. Bæta vanilludropum út í og þynna með mjólkinni.

Baka við 180° c í ca 1 klukkustund.

Jólakaka

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *