Ofnbakaður kjúklingur með gljáa og steiktum sætum kartöflum með ananas

Ofnbakaður kjúklingur með gljáa og steiktum sætum kartöflum með ananas

Mig langaði að prófa kjúkling með gljáa í kvöld, ekki ósvipað og sett er yfir jólaöndina. Þar sem ég var í tilraunaskapi í kvöld þá var meðlætið aðeins öðruvísi en venjulega. Steiktar sætar kartöflur með steiktum ferskum ananas og chilli ásamt tómat kúskúsi. Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt pg öðruvísi.

Hráefni:
Heill kjúklingur
Olía
Hvítur pipar
Salt
Paprikukrydd
Hvítlauksgeirar
2 msk smjör

Gljái:
1 msk hunang
2 msk soyjasósa
Safi út heilli appelsínu
1 msk hrásykur/ eða venjulegur

Þerrið kjúklinginn og setjið smá olíu yfir hann, kryddið því kjúklinginn með kryddunum. Setjið 1 msk af smjöri inn í kjúklinginn og dreyfið restinni af smjörinu á fatið. Dreifið hvítlauksgeirunum einnig á fatið. Eldið kjúklinginn í 1 klst við 180 gráður.
Setjið innihaldið fyrir gljáann í pott og hitið að suðu, látið sjóða í ca 15 mín., og hrærið í pottinum á meðan. Þegar 30 mín. eru liðnar af eldunartíma kjúklingsins setjið ca. þá helminginn af gljáanum yfir kjúklinginn. Setjið restina yfir 15 mín. Seinna.

Meðlæti:
Sæt kartafla skorin í smáa bita ásamt ½ ferskum ananas skornum í smáa bita og ½ chilli sem búið er að fræhreinsa. Setjið allt í pott með bræddu smjöri eða olíu í og steikið. Best er að steikja þetta þegar ca. 25 mín eru eftir af steikingartíma kjúklingsins. Kryddið með salti og pipar eftir smekk.

Tómat kúskús
Þetta kúskús var keypt tilbúið í pakka frá Sammy´s, reyndar man ég ekki í hvaða verslun ég keypti það. Kúskúsið er sett í skál, 160 ml. Af soðnu vatni hellt yfir og beðið í 5 mín. Auðveldara verður það ekki. Ég bæti síðan við það ólífum og fetaosti og set smá dass af góðri olíu yfir í lokin. Ekki verra ef maður á smá steinselju til að skreyta með.

Ég hafði enga sósu með þessu heldur notaði smjörið og kryddlögin úr kjúklingafatinu sem sósu.

Afar einfalt og virkilega gott.
Njótið vel

Heimild:  www.heimilismatur.com

Leave a Comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *