Rúlluterta er klassísk, einföld og góð.
12-14 sneiðar.
- 3 egg
- 1 1/2 dl sykur
- 2 dl hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- 1/2 dl mjólk.
Fylling:
ca 1-2 dl sulta eftir smekk, gott er að setja jarðarberjasultu, blandaða ávaxtasultu eða aðra þá sultu sem ykkur finnst best.
Aðferð:
Byrjum á því að hita ofninn í 250° celsius. Útbúum form úr smjörpappír á bökunarplötu eða í ofnskúffu. Hræra egg og sykur mjög vel saman, þannig að hræran verði ljós og létt.
Blanda saman hveiti og lyftidufti. Þegar eggin og sykurinn er búin að blandast vel, þá bætum við hveitinu og lyftiduftinu varlega út í, mjög gott er að sigta það ofan í hræruna.
Setjum síðan mjólkin út í og blöndum varlega saman.
Hellum deiginu í formið og dreifum vel úr því. Formið er því næst sett inn í ofninn og er kakan bökuð í ca 5 mínútur, passa að hafa hana ekki of lengi, því þá getur verið erfitt að rúlla henni upp.
Á meðan kakan er í ofninum, þá leggjum við örk af bökunarpappír á borðplötuna eða á bökunarplötu og stráum sykri jafnt yfir.
Þegar við tökum kökuna út úr ofninu, hvolfum við henni ofan á sykurstráðan pappírinn og tökum pappírinn varlega af heitri kökunni. Því næst smyrjum við sultu á botninn og vefjum henni þétt saman, með því að rúlla upp langhliðinni.
Látum kökuna kólna í pappírnum með samskeitin niður.