Skonsur Ingu – frænku
Þessi uppskrift kemur frá Ingu frænku á Sauðarkróki. Kölluð öðru nafni „Inga-krókur“
Hráefni:
4 dl. hveiti
3 tsk. lyftiduft
1 tsk. salt
2 msk. sykur
4 msk. mataolía
2 1/2 dl. mjólk
2 egg
Aðferð:
Þurrefnum blandað saman í skál, olía, mjólk og egg sett út í og pískað saman.
Góð tilbreyting að setja smá malað kúmen út í deigið.
Steikt á pönnu og borðað með bestu lyst á eftir.
Tilvalið að gera þetta um helgar og njóta yfir góðum kaffibolla með fjölskyldumeðlimum.
Heimild: www.heimilismatur.com