Keyword: kjúklingur, kjúklingabringur, basilika, kjúklingur í sósu
Ingredients
2-4stkKjúklingabringur eða kjúklingalæri
2mskolía
1bakki sveppir / 250 gSkera sveppina niður
3stkhvítlauksrifSaxa niður
0,5bolliKJúklingasoð
0,5bolliMatreiðslurjómi
1dlsýrður rjómi
1tskhvítlaukskrydd
1/2tsksalt
1/2tsk pipar
1hnefafyllifersk basilikasaxa niður
5stiklarfersk steinseljasaxa niður
Instructions
Byrja á því að þerra kjötið og krydda síðan með salti og pipar. Steikja kjötið í olíu, þar til það er nærri steikt í gegn. Taka kjötið af pönnunni og setja til hliðar. Skera sveppina niður og setja á pönnuna, steikja sveppina. Setja hvítlaukinn á pönnuna og láta malla í 2-3 mínútur á meðalhita, passa að brenna ekki hvítlaukinn. Taka sveppina og laukinn af pönnunni og setja til hliðar. Næst setjum við vatn á pönnuna og myljum 1/2 til 1 kjúklingatening út í vatnið. Láta suðuna koma upp, skrapa botninn á pönnunni til að ná upp steikarskófunum. Lækka hitann og setja matreiðslurjómann, sýrða rjómann og hvítlaukskryddið á pönnuna. Láta þetta malla í nokkrar mínútur, þar til sósan fer að þykkna. Hræra vel í. Setja því næst sveppina og hvítlaukinn út á pönnuna, hræra aðeins og setja síðan kjúklingakjötið út í. Þetta er látið malla á pönnunni þar til kjúklingakjötið er fulleldað. Setja kryddjurtirnar næst út á pönnuna, hræra vel saman við sósuna. Nú er rétturinn tilbúinn. Gott að bera ferskt salat og baquett brauð með.